Öryggi á meðan á heimsókn stendur

Hjálmar

Skautahöllin í Laugardal leggur mikla áherslu á öryggi gesta. Öllum stendur til boða að fá lánaðan hjálm til að nota á svellinu sér að kostnaðarlausu.

Börn eru ávallt á ábyrgð foreldra, og því ítrekum við notkun á hjálmum og þeim öryggisbúnaði sem er krafist er hverju sinni.

Klæðnaður

Það er kalt á svellinu og því skaltu klæða þig vel. Það sem þú skalt huga að þegar kemur að klæðnaði er að hlýjar buxur, sokkar, og peysa henta einstaklega vel, auk þess sem vettlingar eru nauðsynlegir. Ekki er gott að vera með flaksandi trefla eða annað sem getur flækst í aðra og valdið slysum. Farðu alltaf eftir þeim reglum sem gilda á svellinu, þú getur kynnt þér nánar reglurnar á töflu í anddyri Hallarinnar.

Skápar

Í Skautahöllinni eru öryggisskápar með lyklum sem hægt er að fá leigða í lengri eða skemmri tíma. Þar er hægt að geyma verðmæta hluti á meðan þú skemmtir þér á skautum. Skáparnir eru vaktaðir með myndavélum.

Kostnaður við að leigja skáp er 50kr.- og afgreiðir þú þig algerlega sjálf(ur), peningurinn er settur í bakhlið hurðar. Ekkert tímagjald er á öryggisskápum.

Skautahöllin tekur ekki ábyrgð á hlutum sem kunna að glatast á meðan heimsókn í höllinni stendur.