Komdu að æfa skauta

Skautafélag Reykjavíkur hefur aðstöðu í Skautahöllinni í Laugardal og hægt er að æfa bæði listskauta og hokkí.

Kynntu þér málið á vefsíðunni þeirra.

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Íþróttabandalagið sér einnig um rekstur Skautahallarinnar í Laugardal ásamt því að skipuleggja fimm stóra íþróttaviðburði sem fara fram ár hvert.